Þór langt frá sínu bestu og oddaleikur í vændum
Karlalið Þórs í körfubolta náði sér engan vegin á strik í gærkvöldi þegar það sótti Skallagrím heim í Borgarnesi í úrslitakeppni 1. deildarinnar. Þetta var fjórða viðureign, heimamenn unnu 99:73 og staðan er nú 2:2 í einvíginu.
Liðin mætast í fimmta og síðasta skipti í Íþróttahöllinni á Akureyri næsta laugardagskvöld. Sigurvegarinn í þeim leik heldur áfram keppni, tapliðið fer í sumarfrí.
- Skorið eftir leikhlutum: 19:17 – 24:21 – 43:38 – 31:15 – 25:20 – 99:73
Fyrri hálfleikurinn var jafn en Skallagrímur með örlítið forskot. Í þriðja leikhluta má svo segja að úrslitin hafi ráðist þegar Borgnesingar hreinlega stungu Þórsara af, gerðu 31 stig en allt gekk á afturfótunum hjá Akureyringum sem gerði aðeins 15 stig.
Þess má geta að Nicolas Elame, annar Bandaríkjamaðurinn í liði Skallagríms, fékk tvær tæknivillur undir lok fyrri hálfleiks þegar staðan var 40:32 og var því vísað af velli fyrir fullt og allt. Það breytti engu, nema þá til hins betra fyrir heimamenn sem fóru á kostum í þriðja leikhluta sem fyrr segir.
Helsta tölfræði Þórsara, stig - fráköst - stoðsendingar
- Jason Gigliotti 18 - 5 - 3
- Reynir Róbertsson 14 - 8 - 3
- Harrison Butler 14 - 6 - 2
- Smári Jónsson 11 - 4 - 5
- Baldur Örn Jóhannesson 5 - 7 - 3
- Páll Nóel Hjálmarsson 5 - 1 - 0
- Hákon Arnarsson 2 - 1 - 1
- Róbert Orri Heiðmarsson 2 - 1 - 0
- Sigurjón Trausti Guðgeirsson Hjarðar 2 - 1 - 0
- Andri Már Jóhannesson 0 - 1 - 1
- Arngrímur Alfreðsson 0 - 1 - 0
Smellið hér til að sjá ítarlega tölfræði
Sigurliðið á laugardagskvöldið mætir ÍR í undanúrslitum keppninnar um sæti í efstu deild næsta vetur. Fyrsti leikur í því einvígi hefst á heimavelli ÍR á miðvikudag í næstu viku. Í undanúrslitum mætast einnig Fjölnir og Sindri.