Fara í efni
Fréttir

Þór lá gegn Val og mætir Fjölni í undanúrslitum

Aron Hólm Kristjánsson gerði sjö mörk fyrir Þór í gærkvöldi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu 28:25 í gærkvöldi fyrir ungmennaliði Vals í lokaumferð Grill 66 deildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta var síðasta umferð deilarinnar en brátt tekur úrslitakeppni við þar sem Þór mætir liði Fjölnis í undanúrslitum í keppni um laust sæti í Olís deildinni, þeirri efstu.

Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 7, Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Arnþór Gylfi Finsson 3, Arnviður Bragi Pálmason 2, Halldór Kristinn Harðarson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Hlynur Elmar Matthíasson 1, Jonn Rói Tórfinsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 15, Kristján Páll Steinsson 2, Tristan Ylur Guðjónsson 1.

Nánari tölfræði á hbstatz.is.