Fara í efni
Fréttir

Þór áfram í bikarnum og mætir ÍR heima

Atle Bouna N‘Diaye gerði 21 stig fyrir Þór í gær og tók 10 fráköst. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar unnu lið Fjölnis 98:87 í bikarkeppninni í körfubolta, Vís bikarkeppninni, í Reykjavík í gærkvöldi. Lið Þórs er þar með komið í 16 liða úrslit keppninnar og mætir ÍR næst á heimavelli.

Fjölnismenn leika í næst efstu deild Íslandsmótsins og sigur Þórs var öruggur, þótt ekki hafi munað nema 11 stigum þegar upp var staðið. Munurinn var sá sami hálfleik, 52:41.

Jordan Blount var áberandi í Þórsliðinu framan af leik og hafði skorað 24 stig, tekið sex fráköst og átt þrjár stoðsendingar þegar hann fór meiddur af velli í síðari hluta annars leikhluta. Atle Bouna N'Diaye gerði 21 stig, tók 10 fráköst og átti tvær stoðsendingar og Ragnar Ágústsson og Dúi Þór komu næstir í tölfræðinni; Ragnar gerði 17 stig, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu og Dúi gerði 15 stig, tók eitt frákast og gaf sjö stoðsendingar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.