Fara í efni
Fréttir

Þekkingargarðar í stað hundagerðis

Þekkingargarðar munu rísa á svæðinu austan við núverandi háskólalóð og Íslandsklukkuna, listaverk Kristins Hrafnssonar. Hundagerðið í fjarska. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Í undirbúningi er uppbygging þekkingargarða á lóð Háskólans á Akureyri, reit C í skipulagi, en á hluta þess svæðis er hundagerði, afgirt svæði fyrir lausagöngu hunda. Umsókn Þekkingarvarða ehf. um breytingu á deiliskipulagi háskólasvæðisins vegna þessa var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum í bæjarstjórn.

Hundaeigendur þurfa þó ekki að hafa miklar áhyggjur af málinu því í afgreiðslu bæjarstjórnar er tekið fram að undirbúningur vegna skipulagsbreytinga sem sótt hefur verið um miði að því að tryggt verði svæði fyrir lausagöngu hunda áður en uppbygging hefst á reitnum.

Meðal þeirra sem rætt er við um möguleika á að leigja húsnæði í þekkingargörðunum undir starfsemi er Arctic Therapeutics, erfða og líftæknifyrirtæki Hákonar Hákonarsonar læknis, en hann hefur á prjónunum stórtækar hugmyndir og áætlanir um uppbyggingu fyrirtækisins á Akureyri.

Sjá frétt á Akureyri.net: Félag Hákonar fær 2 milljarða í lyfjaþróun | akureyri.net

  • Stóri reiturinn neðst á myndinni er C, þar sem þekkingargarðarnir munu rísa. Á neðri myndinni má sjá hugmynd að staðsetningu hússins.

Nánar á næstu dögum