Fara í efni
Fréttir

Það dugir ekki bara að hata sjálfan sig

„Reiði, vonbrigði og biturð er hættulegur kokteill, það þekki ég sjálfur, þurfti að flytja frá Íslandi því þessi kokteill var að drepa mig. Það er léttara að eiga við hann í nýju landi en hann er þó enn til staðar, maður tekur einn dag í einu, leitar að gleðinni í öllu og beitir sjálfan sig aga til að brotna ekki,“ skrifar Jón Óðinn Waage í nýjum pistli fyrir Akureyri.net.

„Það sem hjálpar mér þó mest er starf mitt með unglingum sem kerfið hefur brugðist. Flest eiga það sameiginlegt að kerfið hefur lagt fyrir þau verkefni og próf sem þeim var aldrei mögulegt að leysa svo þau upplifa sig misheppnuð. Afleiðingin er fyrrgreindur kokteill sem þau fá stóran skammt af. Þau refsa sjálfum sér með því að skaða sig og leita athvarfs í vímu fíkniefna. Og þau hata. Þeim líður eins og mér, þess vegna kemur okkur vel saman og að vera til staðar fyrir þau huggar mig. Fyrir það get ég aldrei þakkað, bara reynt að gera betur.“

Smellið hér til að lesa pistil Jóns Óðins.