Fara í efni
Fréttir

Sunna Hlín gagnrýnir fjárhagsáætlunina

„Fjárhagsáætlun Akureyrar er um margt athyglisverð. Við erum að sjá miklar hækkanir á gjaldskrám, eða 9% að jafnaði. Þá leggur meirihlutinn til óbreytta fasteignaskattsprósentu, þrátt fyrir 16,6 % hækkun á fasteignamati milli ára. Ekki á að sýna aðhald eða gefa eftir í framkvæmdum. Þvert á móti er stefnt á lántöku vegna nýrra fjárfestinga upp á rúman milljarð í A-hluta og það í háu vaxtaumhverfi.“

Þetta segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Akureyri, meðal annars í grein sem birtist á Akureyri.net í dag. Seinni umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins verður á fundi bæjarstjórnar á morgun.

Smellið hér til að lesa grein Sunnu Hlínar