Fara í efni
Fréttir

Styrkja Rauða krossinn um 350.000 kr

Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri Rauða Krossins í Eyjafirði, og Eiður Stefánsson, formaður FVSA.

Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri hefur styrkt Rauða Krossinn í Eyjafirði um 350.000 kr. og er fjárhæðinni ætlað að renna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri Rauða Krossins í Eyjafirði, tók á móti styrknum frá formanni FVSA, Eiði Stefánssyni. „Það er von félagsins að upphæðin nýtist vel í því þarfa verkefni sem Rauði Krossinn stendur frammi fyrir og að við sem samfélag náum að búa því fólki sem hingað leitar góðan samastað,“ er haft eftir Eiði í tilkynningu.

Félagið vekur athygli á því að Rauði Krossinn stendur fyrir neyðarsöfnun sem ætlað er til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Sú söfnun nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi.

Hægt er að styðja verkefnið eða gerast Mannvinur með því að fara inn á vefsíðu Rauða Krossins hér