Fara í efni
Fréttir

Styrkja Mótorhjólasafn Íslands um milljón

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðuramts, hefur styrkt Mótorhjólasafn Íslands á Akureyri um eina milljón króna.

„Tíunni hefur gengið vel undanfarið að safna fyrir klúbbinn,“ segir á vef Tíunnar. Þar kemur fram að bingó, happdrætti, auglýsingatekjur og margt fleira geri það að verkum félagsskapurinn geti stutt vel við safnið. Það sé þeim að þakka sem taki þátt í viðburðum Tíunnar. Söfn hafi ekki komið vel undan Covid árunum og tekjur þeirra hafi minnkað verulega. „Við vonum sannarlega að þetta hjálpi til því okkur þykir óskaplega vænt um safnið okkar.“