Fara í efni
Fréttir

Stútfullt af heilögum anda og laust við hismi

Stútfullt af heilögum anda og laust við hismi

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, tengir guðspjall fyrsta sunnudags eftir þrettánda við síðasta áramótaskaup. Hún segir skaupið án efa einn besta þrýstingsmæli sem til er á þjóðarpúls Íslendinga. „Í ár brá svo við að ánægja okkar með skaupið var í sögulegu hámarki, leyfi ég mér að fullyrða. Mér sýnist á öllu að enginn hafi séð tilefni til að móðgast opinberlega við nokkru sem þar var borið á borð,“ segir hún í pistli sem birtist hér á Akureyri.net í morgun.

Hún nefnir að í guðspjalli sunnudagsins, sem kennt er við guðspjallamanninn Lúkas, séu tvö mikilvæg hugtök sem byrji á sama bókstaf, bókstafnum H. Hugtökin eru annars vegar hismi og hins vegar heilagur andi.

„En af hverju er ég að tengja saman áramótaskaupið nýja og guðspjall fyrsta sunnudags eftir þrettánda? Jú vegna þess að áramótaskaupið fyrir árið 2020 var stútfullt af heilögum anda og laust við hismi.“

Pistill Hildar Eirar