Fara í efni
Fréttir

Strætó gengur ekki – götur ekki mokaðar – sundlaugin lokuð – ferliþjónusta stöðvast

Spáð er mjög vondu veðri snemma í fyrramálið í Eyjafirði, frá því um klukkan sjö og til hádegis og í tilkynningu frá Akureyarbæ kemur fram að ýmis þjónusta verður með öðrum hætti en venjulega.

  • Strætisvagnar Akureyrar munu ekki ganga í fyrramálið
  • Snjómokstri verður ekki sinnt á meðan versta veðrið gengur yfir
  • Akstur strætó hefst aftur þegar hægt verður að ryðja helstu leiðir
  • Sorphirðu verður ekki hægt að sinna í fyrramálið
  • Ferliþjónusta stöðvast um sinn
  • Sundlaug Akureyrar verður lokuð vegna veðursins
  • Skrifstofur Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu og Glerárgötu 26 verða lokaðar að minnsta kosti til hádegis – starfsfólk er hvatt til þess að vinna heima eftir því sem kostur er
  • Símsvörun verður lokuð á sama tíma en hægt að ná samband með því að senda tölvupóst á akureyri@akureyri.is
  • Einnig er fólki bent á að nota netspjallið á heimasíðu Akureyrarbæjar og ábendingarhnappinn neðst á síðunni.
  • Starfsemi í Plastiðjunni Bjarg-Iðjulundi og Hæfingarstöðinni í Skógarlundi fellur niður á morgun.
  • Ýmsar aðrar stofnanir bæjarins verða lokaðar vegna veðurs
  • Ekkert skólahald verður á Akureyri á morgun eins og hér kemur fram 

„Á vinnustöðum Akureyrarbæjar þar sem fólk gengur vaktir, má búast við að fólk á næturvöktum verði beðið um að sinna störfum sínum í þjónustu við viðkæma hópa þar til veðrinu slotar. Líkt og áður munu björgunarsveitir á svæðinu gera það sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða þennan starfshóp til að komast til og frá vinnu. Reynt verður að halda forgangsleiðum opnum frá kl. 5-7 í fyrramálið ef það mætti verða til að fólk sem þarf að mæta til sinna starfa komist frekar leiðar sinnar áður en veðrið versnar. Þegar veður versnar verður öllum mokstri gatna hætt þar til um hægist,“ segir á vef Akureyrarbæjar.