Fara í efni
Fréttir

Stólar nýju lyftunnar skemmast í rokinu

Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli. Mynd af vef RUV: Úlla Árdal
Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli. Mynd af vef RUV: Úlla Árdal

Stólar í nýrri lyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli hafa skemmst vegna sterkra vinda sem leika um svæðið. Þetta kom fram í fréttum RÚV í hádeginu. Þar segir að unnið sé að úrbótum til að koma í veg fyrir frekari skemmdir og stefnt sé að því að lyftan opni fljótlega en það verður þó ekki fyrir áætlaða opnun svæðisins 17. desember.

„Vinir Hlíðarfjalls, félag um uppbyggingu skíðasvæðisins, festu kaup á stólalyftu fyrir nokkrum árum. Upphaflega átti lyftan að vera tilbúin í desember 2018 en hefur enn ekki verið tekin í notkun. Ýmsar ástæður hafa verið gefnar fyrir þessum töfum meðal annars faraldurinn,“ segir á vef RÚV. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir þar að það sé ákveðnum vandkvæðum bundið að setja upp stólalyftu í yfir 1.000 metra hæð við íslenskar aðstæður.

Nánar hér á vef RÚV.