Fara í efni
Fréttir

Stofna félagsskap til verndar sjóbleikju

Ungur veiðimaður, Benjamín Þorri Bergsson, með flotta sjóbleikju úr Eyjafjarðará. Hópurinn vill sjá fleiri svona fiska.

Nýlega var lagður grunnur að stofnun félagsskapar sem hefur að leiðarljósi að vernda sjóbleikju, fyrst við Eyjafjörð og síðan um landið allt. 

Högni Harðarson, einn forsprakka Bleikjan - styðjum stofninn, segir í grein sem hann sendi Akureyri.net til birtingar, að fyrst og fremst sé horft til breytinga á þáttum sem yrðu til gagns eins og staðan er í dag, öllu langsóttara sé að eiga við helsta orsakavaldinn,  loftslagsbreytingar. „Það sem stendur okkur næst er að koma á banni við netaveiði á sjóbleikju í sjó og vötnum þar sem sjóbleikjuár eiga ósa sína,“ segir Högni.

Smellið hér til að lesa grein Högna.