Fara í efni
Fréttir

Stelpurnar í Þór/KA leika á Selfossi í dag

Arna Sif Ásgrímsdóttir og Margrét Árnadóttir (7) fagna marki þeirrar fyrrnefndu gegn ÍBV á Þórsvelli…
Arna Sif Ásgrímsdóttir og Margrét Árnadóttir (7) fagna marki þeirrar fyrrnefndu gegn ÍBV á Þórsvellinum í fyrrasumar. Lengst til vinstri glittir í Jakobínu Hjörvarsdóttur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stelpurnar í Þór/KA halda suður á bóginn í dag og leika við Selfyssinga í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max deildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.00.

Selfyssingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 10 leiki en Stelpurnar okkar í Þór/KA hafa 12 stig eftir 10 leiki og eru í sjöunda sæti. Selfyssingar höfðu betur í fyrri viðureign liðanna í sumar, unnu 2:0 í Boganum í 2. umferð mótsins. Í síðasta leik gerði Þór/KA jafntefli við ÍBV á Akureyri, 1:1, en Selfyssingar sigruðu Keflvíkinga 1:0 á Selfossi.

Næsti leikur Þórs/KA verður á heimavelli næsta laugardag, þegar Valur kemur í heimsókn, og síðan koma Íslandsmeistarar Breiðabliks í heimsókn á miðvikudag í næstu viku.