Fara í efni
Fréttir

Stefna kynnir nýja ásýnd og ráðgjafasvið

Stefna kynnir í dag uppfærða ásýnd og nýtt ráðgjafasvið. „Með þeirri breytingu er aukin áhersla á ráðgjöf í stafrænum lausnum, byggt á yfir 20 ára reynslu í hugbúnaðargerð og ráðgjöf,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Með nýju sviði eflum við þjónustu í stafrænni umbreytingu með nýjum vörum á næstu vikum og mánuðum.“

Stefna hefur mótað nýja ásýnd í samstarfi við margverðlaunaða hönnunarstofuna Studio Vest í Noregi, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Útkoman er nýtt merki og útlit sem endurspeglar grunngildi fyrirtækisins: hlýju, gleði og lausnamiðun, sem liggja að baki nýjum áherslum. Með nýjum áherslum býður Stefna nú nýtt ráðgjafasvið og nýjar vörur.“

Nýtt ráðgjafasvið – þrjár megináherslur

Ráðgjafasvið Stefnu leggur áherslu á:

  • Gervigreind og sjálfvirkni, uppbygging þekkingar sem styður viðskiptavini í að nýta nýjustu tækni á ábyrgan og árangursríkan hátt.

  • Efnishönnun (content design), sérhæfing sem byggð hefur verið upp í umfangsmiklum verkefnum fyrir Stafrænt Ísland og fjölmarga aðra.

  • Ráðgjöf og greiningu, m.a. verkefnastjórnun, stafræna umbreytingu og vinnustofur.

Sérfræðingar í fararbroddi

„Í tengslum við nýja ráðgjafasviðið hefur Stefna eflt teymi sitt enn frekar. Meðal þeirra sem leiða uppbygginguna er Kristján Ævarsson, tölvunarfræðingur með yfir 20 ára reynslu í stjórnun og verkefnastjórnun. Hann lauk nýverið námi í AI Business Strategy frá Johns Hopkins University, sem styrkir þekkingu Stefnu á sviði gervigreindar og ábyrgri innleiðingu tækninnar,“ segir í tilkynningunni.

„Við viljum skapa skýra sýn fyrir viðskiptavini okkar í stafrænum heimi,“ segir Matthías Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Stefnu. „Nýtt vörumerki okkar og ráðgjafasvið undirstrikar að við erum ekki aðeins þjónustuaðili heldur samstarfsaðili sem tryggir lausnir sem skila raunverulegu virði.“

Viðskiptavinir Stefnu telja í dag yfir 600 aðila um allt land og hefur ávallt lagt áherslu á framsækni, lausnamiðun og mannleg tengsl í starfi.