Fara í efni
Fréttir

Starfsemi hafin á Norðurtorgi

Starfsemi hafin á Norðurtorgi

Verslanir Ilva og Rúmfatalagersins voru opnaðar á Norðurtorgi klukkan 11.00 í morgun og þar með er starfsemi hafin í verslunarkjarnanum í gamla Sjafnarhúsinu við Austursíðu. Fjöldi fólks var mættur á staðinn fyrir opnun.

Rúmfatalagerinn var áður á Glerártorgi en verslun Ilva hefur ekki verið á Akureyri hingað til. Í hinni nýju verslun Rúmfatalalagersins er útlitið frábrugðið því sem var, breytingin byggist á nýju útliti frá JYSK, en Rúmfatalagerinn er hluti þeirrar alþjóðlegu verslunarkeðju. Notast er við ný hillukerfi og uppstillingar. Fyrsta verslunin sem breytt var í þá veru hér á landi er sú á Fitjum í Reykjanesbæ, þar sem nýja útlitið var frumsýnt fyrir hálfum mánuði.

Smelltu hér til að sjá myndasyrpu frá opnuninni.