Fara í efni
Fréttir

Starfsemi Ásprents hefur verið hætt

Starfsemi Ásprents hefur verið hætt

Starfsemi prentsmiðjunnar Ásprents-Stíls á Akureyri hefur verið hætt. Sigmundur Guðmundsson, sem skipaður var skiptastjóri, tilkynnti starfsmönnum þetta á fundi í dag, skv. því sem einn starfsmanna sagði Akureyri.net. Hjá Ásprenti-Stíl störfuðu 20 manns.

Í síðustu viku óskuðu eigendur prentsmiðjunnar eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Akureyri.net veit að lokun prentsmiðjunnar mun ekki hafa áhrif á útkomu þriggja prentmiðla Útgáfufélagsins, sem Ásprent-Stíll gaf út áður. Vikublaðið, Dagskráin og Skráin verða prentuð sunnan heiða fyrst um sinn skv. heimildum.