Fara í efni
Fréttir

Stal bíl, eyðilagði í árekstri og stakk af

Bíl sem stóð fyrir utan Norðurgötu 53 á Eyrinni var stolið seint í gærkvöldi og er mjög líklega ónýtur eftir að þjófurinn ók honum á brunahana, skilti og girðingu við leikvöllinn á Eiðsvelli. Ökumaðurinn stakk af eftir áreksturinn.

Sigurbjörg Rún Heiðarsdóttir sem býr í Norðurgötu 53 eignaðist bílinn fyrir fáeinum dögum, 20. febrúar. Bíllinn er Mitsubishi Outlander, árgerð 2018.

Búi einhver yfir upplýsingum um stuldinn eða áreksturinn biður Sigurbjörg Rún fólk vinsamlega um að hafa samband við lögregluna eða hringja í hana sjálfa. Sími Sigurbjargar er 868-2341.

UPPFÆRT 13.25 – Málið er leyst; þjófurinn er fundinn og mun hafa játað sök.