Fara í efni
Fréttir

Spá dimmum éljum og skafrenningi um hádegi

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Um hádegi verður komið leiðindaveður með dimmum éljum og skafrenningi á fjallvegum eins og Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði Bröttubrekku og á Þröskuldum, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í morgun. Spáð er suðvestan 17 til 20 metrum á sekúndu.