Fara í efni
Fréttir

Sorphirða frestast vegna ófærðar

Þarna var mokað samviskusamlega í gær, svo hægt væri að fara út með ruslið en ljóst að aftur þarf að…
Þarna var mokað samviskusamlega í gær, svo hægt væri að fara út með ruslið en ljóst að aftur þarf að draga fram skófluna í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sorphirðu hefur verið frestað á Akureyri vegna ófærðar. Snjó hefur kyngt niður síðustu daga og kemst bíll Terra illa leiðar sinnar um íbúðargötur, auk þess sem tunnur eru víða á kafi. Unnið er að snjómokstri af fullum krafti og hefst sorphirða að nýju eins fljótt og auðið er. Á heimasíðu Akureyrarbæjar eru íbúar beðnir um að hreinsa leið að ílátum.