Fara í efni
Fréttir

Sóley Björk var kjörin ritari Vinstri grænna

Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs (VG) á Akureyri, var kjörin ritari í stjórn flokksins í dag á rafrænum landsfundi.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var endurkjörin formaður, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var endurkjörinn varaformaður og Rúnar Gíslason gjaldkeri. Engin mótframboð bárust í þessi embætti. Tvær buðu sig hins vegar fram í embætti ritara, Sóley Björk og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.

Meðstjórnendur eru: Elín Björk Jónasdóttir, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Andrés Skúlason, Sæmundur Helgason, Elva Hrönn Hjartardóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Pétur Heimisson. Varamenn eru Álfheiður Ingadóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Líf Magneudóttir og Sigríður Gísladóttir.