Fara í efni
Fréttir

Sól og hiti allt að 18 stigum næstu daga

Vel á að viðra til sundferða og annarrar skemmtunar utanhúss næstu daga. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Veðrið mun leika við Akureyringa og gesti þeirra næstu daga. Spáð er sunnanátt, bjartviðri og allt að 18 stiga hita. Á þjóðhátíðardaginn, sem er á föstudag, er hins vegar spáð norðanátt, hitti lækkar eitthvað og þá eru líkur á rigningu.

Von er á fjölda fólks til bæjarins í tilefni MA-hátíðar 16. júní og brautskráningar frá MA 17. júní. MA-hátíð er nú haldin á ný eftir tveggja ára hlé vegna Covid-faraldursins, en þá koma saman afmælisárgangar gamalla stúdenta – jubilantar – og gera sér glaða daga; herlegheitin hefjast að minnsta kosti hjá sumum árgöngum á morgun, 14. júní, halda áfram þann 15. og ná hámarki að kvöldi 16. júní í íþróttahöllinni.