Fara í efni
Fréttir

Snyrtimennska við „Svanavatnið“

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Sólin vakti Akureyringa enn einn morguninn, himininn er heiður, hitamælar segja 20 gráður og léttur andvari úr norðri gladdi marga, þótt hann hafi reyndar varla fundist. Spáin er ekki ósvipuð út vikuna.

Bærinn iðar af lífi og vel viðrar til ýmiskonar skemmtunar, til dæmis þess að snyrta sig vel eins og nokkrar fallegar aligæsir gerðu í morgun við andapollinn – Svanavatnið,  eins og gárungarnir kalla svæðið stundum.