Fara í efni
Fréttir

Snjómokstur bæjarins unninn eftir forgangskorti

Mynd: Akureyrarbær

Á heimasíðu og Facebook síðu Akureyrarbæjar segir frá því að starfsmenn bæjarins og verktakar séu í óða önn við að moka snjó eftir snjóþunga páskahelgina. Stígamokstur er í fullum gangi og verið er að moka stíga samkvæmt forgangskorti sem sjá má hér.

Þegar þetta er skrifað eru allar götur í fyrsta forgangi færar og er áfram unnið samkvæmt forgangskortinu. Þegar búið er að moka götur í forgangi verður farið í að moka íbúðargötur.

Óskað er eftir þolinmæði og tillitssemi í tilkynningunni, ljóst sé að það muni taka nokkurn tíma að hreinsa götur og stíga bæjarins eftir snjókomu síðustu daga.