Fara í efni
Fréttir

Snekkjur í eigu eins ráðherra Trumps

Snekkjur í eigu eins ráðherra Trumps

Þrjár lystisnekkjur hafa verið á Akureyri síðustu daga og vakið verðskuldaða athygli. Tvær þeirra, hvítar að lit, sem voru á Pollinum í gær, eru í eigu hjónanna Betsy og Dick DeVos að því er Fréttablaðið greindi frá á vef sínum í gærkvöldi. Betsy DeVos var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta.

Hjónin eru sögð eiga tíu sjóför, snekkjur og minni báta, að því er Fréttablaðið hermir. Akureyri.net veit ekki hvort hjónin séu sjálf hér á ferð.

Smellið hér til að lesa nánar um málið á vef Fréttablaðsins.

Snekkjan Pursuit á Pollinum í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.