Fara í efni
Fréttir

Snekkjan A við „miðbæ“ Akureyrar – Hrísey

Snekkjan A og Hríseyjarferjan Sævar í gærkvöldi. Ljósmynd: Ólafur Búi Ólafsson.

Seglsnekkjan A, sem segja má að hafi verið eitt helsta kennileiti Akureyrar undanfarnar þrjár vikur, er farin úr Krossanesvíkinni. Snekkjunni var siglt út fjörðinn undir kvöld í gær og liggur nú út af Hrísey – þannig að hún er ekki farin frá Akureyri. Ekki nema Dalvíkingar líti svo á að hún sé þar! Akureyri.net er ekki kunnugt um hvort snekkjan verður á sama stað lengi eða hvert ferðinni er heitið næst. Eigandinn, Andrey Melnichenko, kom til Akureyrar um miðja síðustu viku í stórri einkaþotu.

Smellið hér til að sjá myndasyrpu frá komu snekkjunnar til Akureyrar

Smellið hér til að sjá myndasyrpu af snekkjunni á Pollinum

Seglsnekkjan A og hafnsögubáturinn Sleipnir, þegar A kom til Akureyrar 14. apríl. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson