Fara í efni
Fréttir

Slippurinn með kafbáta fyrir fiskeldi

Mynd af vef Slippsins

Slippurinn Akureyri hefur undanfarin misseri kynnt fjarstýrða kafbáta fyrir fiskeldi á vörusýningum. Eftir því sem kemur fram í frétt á vef Slippsins hafa þeir fengið góðar viðtökur og nokkur fyrirtæki fjárfest í þessum lausnum.

Kafbátarnir eru kanadísk smíð og að sögn Slippsins geta þeir stuðlað að auknu öryggi og hagkvæmni í rekstri fiskeldisfyrirtækja. Til dæmis sé hægt að framkvæma skoðanir á netum og festingum án þess að þurfa að nota kafara, fylgjast með fóðrun, meta ástand stofnsins og greina hegðun fisksins. Tækið geti einnig framkvæmt einfaldar netaviðgerðir undir vatni.

Nánari upplýsingar um kafbátana og myndbönd af virkni þeirra er að finna á vef Slippsins.