Fara í efni
Fréttir

Slasaður vélsleðamaður með þyrlu til Akureyrar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, við Sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, við Sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Vélsleðamaður slasaðist nálægt Lágheiði á Tröllaskaga eftir hádegi í dag. Klukkustundu síðar voru sjúkraflutninga-, björgunarsveitar- og lögreglumenn komnir á vettvang. Skömmu síðar kom þyrla Landhelgisgæslunnar, sá slasaði var hífður um borð í hana og fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Lögreglan veit ekki um tildrög slyssins og upplýsingar um ástand hins slasaða liggja ekki fyrir.