Fara í efni
Fréttir

Sláandi tölur um kynferðisofbeldi

Staðan virðist vera verri á Akureyri en annars staðar á landinu þegar kemur að kynferðisofbeldi gagnvart stúlkum í grunnskólum. Þetta segir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Hilda Jana rýndi í Íslensku æskulýðsrannsókninina sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið.

„Í rannsókninni kemur m.a. fram að 20% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar svari því að þær hafi upplifað að annar unglingur hafi haft munnmök eða samfarir við þær gegn þeirra vilja. Ein af hverjum fimm!“ skrifar Hilda Jana.

Þegar önnur landsvæði en Norðurland eystra eru skoðuð er sambærilegt hlutfall 14%.

22% stúlkna í 10. bekk grunnskóla Akureyrarbæjar hafa upplifað að einstaklingur a.m.k. 5 árum eldri, eða fullorðinn, hafi snert/káfað á þeim, en 17% stúlkna í 10. bekk á öðrum landsvæðum en á Norðurlandi eystra 

 12% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar hafa upplifað að einstaklingur a.m.k 5 árum eldri en þær hafi reynt að hafa samfarir eða munnmök við þær, hlutfallið á öðrum landsvæðum er 9%. 

7% stúlkna í 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar segjast hafa upplifað að einstaklingur a.m.k. 5 árum eldri en þær hafi haft munnmök eða samfarir við þær, en 4% stúlkna á öðrum landsvæðum.

Smellið hér til að lesa grein Hildu Jönu