Fréttir
Skrifstofusetur Regus opnað á Akureyri
12.07.2025 kl. 18:00

Fríða Rún Þórðardóttir, Tómas Hilmar Ragnarsson forstjóri og eigandi Regus á Íslandi og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsstjóri Regus.
Nýlega opnaði alþjóðlega skrifstofukeðjan Regus skrifstofusetur í miðbæ Akureyrar. Regus er með starfsemi á 15 stöðum á Íslandi og yfir 7.000 stöðum um allan heim, en Regus sérhæfir sig í sveigjanlegum vinnurýmum, skrifstofum, samvinnurýmum og fundarherbergjum. Aðstaðan á Akureyri er ætluð bæði fyrir bæði fyrirtæki og ferðalanga sem þurfa að vinna eða halda fundi í fríinu sem og fyrirtæki á Norðurlandi sem vilja fasta skrifstofu miðsvæðis í bænum.

Fjöldi gesta mætti og skoðaði glæsileg húsakynni Regus í opnunarteiti sem fyrirtækið stóð fyrir. „Við erum virkilega ánægð með viðtökurnar og hlökkum til að styðja við viðskiptaumhverfið á Norðurlandi,“ segir Tómas Ragnarsson forstjóri Regus á Íslandi í tilkynningu „Þetta er mikilvæg viðbót við okkar net og við sjáum greinilega eftirspurn eftir sveigjanlegri vinnuaðstöðu á þessum hluta landsins.“
Vaxandi viðskiptalíf á landsbyggðinni hefur kallað eftir sveigjanlegri vinnuaðstöðu og hefur Regus brugðist við þeirri eftirspurn og rekur meðal annars skrifstofusetur í Reykjanesbæ, Stykkishólmi, Ísafirði, Siglufirði, Skagaströnd og nú á Akureyri, en Regus rekur einnig fjölmörg skrifstofusetur á höfuðborgarsvæðinu.
„Opnun Regus á Akureyri er enn ein staðfesting á vaxandi mikilvægi svæðisins í íslensku viðskiptalífi og frábært tækifæri fyrir bæði nýsköpun og rótgróin fyrirtæki,“ segir í tilkynningu frá Regus.
María Aðalsteinsdóttir skólastjóri, Þórunn Sif Harðardóttir sveitastjóri Svalbarðsstrandahrepps og Guðrún Hallfríður Björnsdóttir leikskólastjóri.

Regus er til húsa í göngugötunni í miðbænum á Akureyri.


Hólmfríður Jóhannsdóttir, María Aðalsteinsdóttir og Unnar Vilhjálmsson.
