Skora á yfirvöld að hverfa frá áformunum

Hanna Rósa Sveinsdóttir sagnfræðingur og Hjörleifur Stefánsson arkitekt skora á bæjaryfirvöld að hverfa frá áformum, sem eru í undirbúningi, um uppbyggingu fjögurra stórra fjölbýlishúsa vestan Tónatraðar.
Þetta kemur fram í grein sem birtist á Akureyri.net í dag, þar sem þau fara yfir sögu byggðarinnar í Eyrarlandsbrekkunni og menningarsögulegt gildi hennar, sem þau segja mikið.
Hanna Rósa og Hjörleifur, sem unnu húsakönnun fyrir svæðið árið 2009 og hafa lengi unnið að byggingarsögulegum rannsóknum, segja áformin í engu samræmi við núverandi byggð og spilla henni.
„Byggðin í Eyrarlandsbrekkunni hefur mikið varðveislugildi en óhjákvæmilegt er að hún þróist og breytist í tímans rás. En breytingarnar þurfa að lúta þeirri grundvallarforsendu að virða og styrkja söguleg og fagurfræðileg einkenni byggðarinnar líkt og stefnan er sett fram í gildandi Aðalskipulagi,“ segja Hanna Rósa og Hjörleifur.
Smellið hér til að lesa greinina.