Fara í efni
Fréttir

Sköpum heilbrigðan húsnæðismarkað

Bæjarstjórn Akureyrar hyggst flýta eins og kostur er endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og ganga í kjölfarið til viðræðna við ríkið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um gerð samkomulags sem byggir á rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, lagði fram tillögu þessa efnis á fundi bæjarstjórnar í gær og var hún samþykkt samhljóða. Hilda Jana skrifar grein á Akureyri.net í dag þar sem hún leggur áherslu á um hve gríðarlega mikilvægt mál sé að ræða og segir frá helstu samningsmarkmiðum rammasamningsins.

Smellið hér til að lesa grein Hildu Jönu.