Fara í efni
Fréttir

Sjö sóttu um starf mannauðsstjóra SAk

Sjö sóttu um starf mannauðsstjóra SAk

Sjö sóttu um starf mannauðsstjóra við Sjúkrahúsið á Akureyri, en umsóknarfrestur var til og með 8. desember. 

Umsækjendur eru, í stafrófsröð:

  • Arna Garðarsdóttir, nemi
  • Ásdís Sigurðardóttir, forstöðumaður
  • Erla Björnsdóttir, mannauðsstjóri
  • Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi
  • Eyþór Gunnarsson, sérfræðingur
  • Jóhann Björn Sigurgeirsson, mannauðsfulltrúi
  • Svanhvít Pétursdóttir, hópstjóri

Starfinu gegndi áður Hulda Sigríður Ringsted sem ráðin var framkvæmdastjóri hjúkrunar og bráða- og þróunarsviðs stofnunarinnar í haust í stað Hildigunnar Svavarsdóttur, sem ráðin var forstjóri.