Fara í efni
Fréttir

Sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot

Sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og stórfellt brot

Landsréttur þyngdi á föstudag dóm yfir karlmanni úr fimm ára fangelsi í sjö, fyrir nauðgun og stórfellt brot í sambandi. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða brotaþola, sem er barnsmóðir hans og fyrrverandi sambýliskona, fjórar milljónir króna í miskabætur.

Vísir vakti athygli á úrskurðinum í dag, þegar dómurinn var birtur, en hann féll á föstudag. Brot mannsins áttu sér stað á heimili hans á Akureyri í september 2020.

Í dómi Landsréttar segir að litið hafi verið til þess að háttsemi mannsins hafi verið sérlega gróf og ófyrirleitin, atlaga hans langvinn og að hann ætti sér engar málsbætur. Árásin er sögð hafa staðið yfir í um átta klukkutíma.

Frétt Vísis

Dómur Landsréttar