Fara í efni
Fréttir

Sjaldséðan hval rak á land nálægt Grenivík

Norðansnjáldrinn sem rak á land í Eyjafirði í síðustu viku. Ljósmynd/Stefani Lohman
Norðansnjáldrinn sem rak á land í Eyjafirði í síðustu viku. Ljósmynd/Stefani Lohman

Norðsnjáldri af ætt svín­hvala fannst rek­inn dauður skammt sunn­an við Greni­vík í síðustu viku. Krist­inn Ásmunds­son, bóndi á Höfða II, til­kynnti um hval­rek­ann. Þetta kemur fram á mbl.is og vísað til tilkynningar frá Nátt­úru­fræðistofn­un, þar sem segi að hval­rek­inn sé merki­leg­ur fyrir þær sak­ir að aðeins sé vitað um átta önn­ur til­vik hér við land frá því að Haf­rann­sókna­stofn­un hóf að skrá hval­reka við Íslands­strend­ur.

„Norðsnjáldr­inn í Eyjaf­irði var að öll­um lík­ind­um full­orðinn tarf­ur, 4,73 metr­ar að lengd. Norðsnjáldr­ar verða stærst­ir um 5 - 5,5 metra lang­ir og allt að 1,5 tonn að þyngd. Al­mennt er lítið vitað um norðsnjáldra en þeir lifa aðallega á brjósk­fiski og halda sig yf­ir­leitt langt úti á sjó,“ segir í frétt mbl.is.

Hvals­hræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Síðan verður beina­grind hvals­ins hirt og rann­sökuð.