Fara í efni
Fréttir

Sjáið magnað myndband frá Jökulsá á Fjöllum

Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd af Facebook síðu lögreglunnar.
Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd af Facebook síðu lögreglunnar.

Mikið hefur verið fylgst með Jökulsá á Fjöllum undanfarna daga vegna krapastíflu og flóðahættu. Lögreglan á Norðurlandi eystra og lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra hafa meðal annars notað dróna sem þeir tóku í notkun nýlega. Upptökum er síðan meðal annars deilt til sérfræðinga Veðurstofunnar sem fylgjast náið með ástandinu ásamt Vegagerðinni. Lögreglan birti í hádeginu í dag tæplega tveggja mínútna myndband á Facebook síðu sinni; myndbandið var tekið í gær og fróðlegt að sjá aðstæður frá þessu sjónarhorni. Sjón er sögu ríkari. 

Fyrr í dag var ákveðið að opna aftur þjóðveg 1 um Mývatns- og Möðrudalsöræfi sem lokað var í gær. Þar segir að takmarkanir verða með sama hætti og sl. viku; að opið verði og gæsla höfð á svæðinu við Jökulsárbrú frá klukkan níu að morgni til klukkan sex síðdegis, en alveg lokað utan þess tíma. Ákvörðun þessi gildir til næsta föstudags, 5. febrúar.

Smellið hér til að horfa á myndbandið