Fara í efni
Fréttir

Sjáðu muninn á gamla og nýja skipulaginu

Á efri myndinni er gildandi deiliskipulag en tillaga að breyttu skipulagi á þeirri neðri. Áberandi munur er að Glerárgatan verður áfram tvíbreið í báðar áttir en áður var gert ráð fyrir að hún mjókkaði og aðeins yrði ein akrein í hvora átt. Þess í stað verður hún einbreið á stuttum kafla, þar sem aðal gönguleið verður frá höfninni og upp að Skipagötu.

Vegna þess að Glerárgatan verður áfram jafn breið minnkar byggingasvæðið nokkuð, eins og sést vel á teikningunum. Byggingamagnið fer úr 23.750 fermetrum í 18.351 fermetra.