Fara í efni
Fréttir

Sjáðu mark Örnu gegn Blikum - MYNDIR

Arna Sif skorar á lokasekúndu leiksins gegn Breiðabliki í kvöld. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Arna Sif skorar á lokasekúndu leiksins gegn Breiðabliki í kvöld. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði á síðustu sekúndunni þegar Þór/KA gerði jafntefli, 2:2, við Íslandsmeistara Breiðabliks á Íslandsmótinu í knattspyrnu á Þórsvellinum í kvöld. Markið gæti haft mikla þýðingu þegar stigin verða talin í haust; bæði skiptir stigið sem Arna tryggði Þór/KA gríðarlegu máli fyrir Stelpurnar okkar í neðri hluta deildarinnar og eins gæti markið komið í veg fyrir að Breiðablik næði að verja Íslandsmeistaratitilinn. Þótt Blikarnir sigri Val í síðari leik liðanna í deildinni verða Valsstúlkur meistarar svo fremi þær misstígi sig ekki frekar í sumar. 

Hér má sjá syrpu af marki Örnu Sifjar í kvöld. Jakobína Hjörvarsdóttir tók hornspyrnu frá hægri, eftir klafs rétt utan markteigsins hrökk boltinn í átt að marki og Arna Sif var eldfljót að átta sig og skoraði af harðfylgi. Varnarmaðurinn sterki sýndi gamla takta frá því hún var öflugur framherji á sínum yngri árum!

Leikmenn Þórs/KA fögnuðu að vonum innilega en Íslandsmeistararnir voru að sama skapi afar vonsviknir, mjög skiljanlega.