Fara í efni
Fréttir

SÍMEY útskrifar 63 af sjö námsleiðum

Hluti brautskráningarhópsins sem lauk námi sínu í SÍMEY með formlegum hætti í gær.

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) útskrifaði í gær 63 nemendur af sjö námsleiðum, auk þess sem útskrifaðir voru nemendur úr almennri starfshæfni. Námsleiðirnar sjö, sem allar eru vottaðar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, eru: Félagsliðabrú, stuðningsfulltrúabrú, nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, sölu-, markaðs og rekstrarnám, námsleiðin Sterkari starfsmaður, myndlistarnámið Fræðsla í formi og lit og Íslensk menning og samfélag.

Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri SÍMEY, ræddi í brautskráningarávarpi sínu um það óvenjulega skólaár sem var að ljúka. „Síðastliðið ár hefur verið mjög óvenjulegt og haft mjög neikvæðar afleiðingar eins og við þekkjum. Okkur var einhvern veginn gert á skömmum tíma að breyta persónulegu lífi okkar og starfsumhverfi á mjög stuttum tíma. Tæknilæsi og aðlögunarhæfni hafa verið stóru verkefnin. Á stuttum tíma þurfti að gera grundvallabreytingar á námsfyrirkomulagi og færa það í veflægan búning. Okkar var öllum skellt í djúpu laugina og við þurftum að endurskoða allt er lýtur að vinnufyrirkomulagi og nefndu tæknilæsi. Margt af þessu mun hjálpa okkur að nálgast verkefni í starfi og lífi með auðveldari hætti en ella hefði verið. Það teljast jákvæð áhrif af þessu öllu saman til lengri tíma,“ sagði Valgeir.

Nánar hér á vef SÍMEY