Fara í efni
Fréttir

Símar hannaðir til að stela athygli fólks

Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur?

Þannig spyr Skúli Bragi Geirdal í upphafi greinar sem birtist á Akureyri.net. Skúli Bragi er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands.

Skúli segir síma sannarlega geta verið frábært hjálpartæki en segir fólk ætti að staldra við og hugsa um eigin símnotkun. „Til að geta tekið stjórn á eigin símnotkun er mikilvægt að átta sig á því hvernig tækið er hannað til að grípa athygli okkar. Í því felst mikil valdefling.“

Hann nefnir einnig börn og símanotkun þeirra, og spyr meðal annars: Ætlum við sem foreldrar að taka málin í okkar hendur bæði sem fyrirmyndir og uppalendur eða erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið í staðinn?

Smellið hér til að lesa grein Skúla Braga