Fara í efni
Fréttir

Sigurður Helgason stærðfræðingur látinn

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sig­urður Helga­son stærðfræðing­ur lést á heim­ili sínu í Belmont, Massachusetts í Banda­ríkj­un­um, 3. des­em­ber síðastliðinn, 96 ára að aldri. Morgunblaðið greindi frá andláti hans í morgun,

Sig­urður var fædd­ur á Ak­ur­eyri 30. sept­em­ber árið 1927. Hann var son­ur hjón­anna Köru Briem hús­móður og Helga Skúla­son­ar augn­lækn­is. Eft­ir út­skrift frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1945 stundaði hann nám við verk­fræðideild Há­skóla Íslands í eitt ár en hélt þaðan til Dan­merk­ur þar sem hann lauk mag. scient.-prófi í stærðfræði frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla árið 1952.

Frá Kaup­manna­höfn lá leið Sig­urðar til Banda­ríkj­anna, og árið 1954 lauk hann doktors­prófi frá Princet­on-há­skóla. Að námi loknu sinnti hann kennslu við MIT (Massachusetts Institu­te of Technology) há­skól­ann í Bost­on, Princet­on-há­skóla, Uni­versity of Chicago og Col­umb­ia Uni­versity. Árið 1960 hlaut hann stöðu við MIT og var gerður að pró­fess­or við skól­ann árið 1965.

Eft­ir Sig­urð liggja fjöl­marg­ar bæk­ur og vís­inda­grein­ar á sviði stærðfræði, og hlaut hann margs kyns viður­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín. Hann var heiðurs­doktor við Há­skóla Íslands, Kaup­manna­hafn­ar- og Upp­sala­há­skóla. Árið 1991 hlaut hann stór­ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu.

Sig­urður lét sig lengi varða kennslu í stærðfræði við Há­skóla Íslands, tók þátt í að styrkja bóka­kost stærðfræðideild­ar og árið 2017 stofnaði hann verðlauna­sjóð við skól­ann sem veit­ir viður­kenn­ing­ar til nem­enda og ný­út­skrifaðra stærðfræðinga.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Sig­urðar er Artie Helga­son, fyrr­ver­andi fé­lags­ráðgjafi. Börn þeirra eru Thor Helgi verk­fræðing­ur og Anna Lóa lækn­ir, bæði bú­sett í Banda­ríkj­un­um.

Myndin af Sigurði var tekin í Gamla skóla þegar hann fagnaði 70 ára stúdentsafmæli frá MA 17. júní árið 2015.