Fara í efni
Fréttir

Sigurður Guðmundsson – minning

Minningarathöfn verður haldin í Sambíu á morgun, fimmtudag, um Akureyringinn Sigurð Guðmundsson, athafnamann og fyrrverandi bæjarfulltrúa. Sigurður lést þar í landi 19. þessa mánaðar, aðeins 53 ára. Jarðarförin á Íslandi verður auglýst síðar.

Anna Gunndís Guðmundsdóttir, systir Sigurðar, minnist bróður síns á Akureyri.net í dag, í grein sem hún skrifar í dag fyrir hönd fjölskyldunnar.

Sigurður bjó í Sambíu síðustu ár ásamt eiginkonu sinni Njavwa Namumba. Þau eiga ungan son sem fékk nafnið Óðinn Muzima. Sigurður lætur eftir sig þrjú önnur börn og tvö stjúpbörn.

„Þrátt fyrir að Siggi hafi kvatt þennan heim svona ungur þá var hann búinn að upplifa svo miklu meira en við hin. Hann hefði allt eins getað verið 150 ára miðað við allt sem hann náði að gera á þessum 53 árum. Ævintýraþráin var mikil og það var alltaf gaman að vera með Sigga. Alltaf mikil læti og lífið tók ávallt einhverja óvænta stefnu því hann gat platað alla með sér út í einhverja vitleysu. En undir lokin fann hann einhverja innri ró og hann var hamingjusamur þegar hann fór,“ skrifar Anna Gunndís meðal annars.

„Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning, reikningsnúmer: 0565-14-151515, kennitala: 290374-4729, sem hefur verið stofnaður til að standa við bakið á börnum Sigga á þessum erfiðu tímum.“

Smellið hér til að lesa grein Önnu Gunndísar.