Fara í efni
Fréttir

Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins

Sigmundur Ernir Rúnarsson á heimaslóð fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson á heimaslóð fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Akureyringurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann tekur við starfinu í dag, að því er fram kemur á vef blaðsins.

Jafnframt verður Sigmundur Ernir aðalritstjóri útgáfufélagsins Torgs ehf sem rekur, auk Fréttablaðsins, DV, Markaðinn og sjónvarpsstöðina Hringbraut.

„Þetta er spennandi áskorun og ég þakka traustið sem mér er sýnt,“ segir Sigmundur Ernir, sem er einn reyndasti fjölmiðlamaður landsins. „Mitt verkefni verður að efla fréttaþjónustu og dagskrárgerð, hámarka samlegðaráhrif þeirra ólíku miðla sem útgáfufyrirtækið Torg rekur og gera þá að skemmtilegum og eftirsóknarverðum vinnustað.“

Frétt Fréttablaðsins um nýja ritstjórann