Fara í efni
Fréttir

Sex í varðhaldi og einn á sjúkrahúsi eftir slagsmál

Mynd sem tekin var á vettvangi í kvöld og birtist á mbl.is
Mynd sem tekin var á vettvangi í kvöld og birtist á mbl.is

Sex eru í varðhaldi eft­ir mik­il slags­mál sem brut­ust út á kaffihúsinu Bláu könn­unni í miðbæ Ak­ur­eyr­ar um níu­leytið í kvöld. Einn slasaðist og var flutt­ur á sjúkra­hús. Þetta kemur fram bæði á mbl.is og Vísi.

Að sögn sjón­ar­vottar sem mbl.is ræddi við hófust slags­málin­ inn­an­dyra og þróuðust með þeim hætti að stokkið var á hinn slasaða svo hann lenti á rúðu. Hún brotnaði og maðurinn skarst illa á hand­legg. Mikið blóð var á vett­vangi og ástandið ískyggi­legt að sögn vitn­is­ins.

Frétt mbl.is