Fara í efni
Fréttir

Segja tímabært að skapa sátt um sjávarútveg

Greinarhöfundar. Frá vinstri, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Gunnarsson og Eiríkur Björn Björgvinss…
Greinarhöfundar. Frá vinstri, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Gunnarsson og Eiríkur Björn Björgvinsson.

Viðreisn vill vernda sjávarútveginn og skapa sátt um umhverfi hans, meðal annars til að efla byggðir landsins. Því fer fjarri að markmið Viðreisnar sé að eyðileggja sjávarútveginn, eins og stundum hefur verið haldið fram. Því fer víðs fjarri. Þetta segja þrír frambjóðendur í oddvitasætum flokksins fyrir kosningar til Alþingis í haust, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

Greinarhöfundar eru Eiríkur Björn Björgvinsson, sem verður í 1. sæti í Norðausturkjördæmi, Guðbrandur Einarsson í Suðurkjördæmi og Guðmundur Gunnarsson í Norðvesturkjördæmi.

Smellið hér til að lesa greinina.