Fara í efni
Fréttir

Segja Glerárlaug eina úrræði margra

Segja Glerárlaug eina úrræði margra

Tveir fastagestir Glerárlaugar, Anna Dóra Gunnarsdóttir og Margrét S. Kristjánsdóttir, biðja bæjarstjórn Akureyrar að endurskoða þá „afleitu hugmynd“ að loka sundlauginni fyrir almenningi. Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að laugin verði einungis notuð til kennslu.

Anna Dóra og Margrét nefna, í grein sem þær sendu Akureyri.net, að í Glerárlaug komi m.a. „fólk með stoðkerfisvandamál, eldra fólk og fatlað til að þjálfa sig, auk þess sem fjölmennur hópur fólks mætir þangað eftir aðgerðir eða erfið veikindi og þarf á endurhæfingu að halda. Glerársundlaug hefur gegnt stóru hlutverki fyrir þetta fólk og sumir væru ekki færir um nema brot af því sem þeir geta í dag, ættu þeir ekki þennan griðarstað og frábæran sjúkraþjálfara sem hefur af fórnfýsi og hlýju haldið mörgum bókstaflega gangandi í gegnum árin, andlega og líkamlega.“

Smellið hér til að lesa grein Önnu Dóru og Margrétar.