Fara í efni
Fréttir

Sársaukafullt að lesa sem þolandi – en verð að standa með öðrum

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur og þolandi, skrifar grein á Akureyri.net í dag um kynferðisofbeldi sem mjög hefur verið í umræðunni í samfélaginu síðustu sólarhringa.

„Eins óþægilegt og í raun sársaukafullt það er að lesa þessi tíst, verandi móðir og þolandi, þá er samt eitthvað sem fær mann til að fletta niður listann og lesa. Að hlusta, trúa og standa með öðrum þolendum,“ skrifar hún.

Berglind Ósk segir þolendur orðna þreytta á því að líða eins og á þá sé ekki hlustað. Þeir þurfi enn að safna kjarki til að tilkynna ofbeldi til lögreglu. Hún segir að það sem nú eigi sér stað megi ekki verða að enn einni herferðinni sem minnst verður þegar næsta ríður yfir. Eitthvað verði að gera raunverulega í málinu.

Smelltu hér til að lesa grein Berglindar Óskar