Fara í efni
Fréttir

Sandra María með þrennu í stórsigri á Þrótti

Þór/KA átti ekki í neinum erfiðleikum með Þrótt í Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu í dag. Liðin mættust í Boganum, Stelpurnar okkar sigruðu 6:2 og hafa þar með unnið fyrstu þrjá leikina í keppninni.

Bríet Jóhannsdóttir, sem er aðeins 17 ára, skoraði í tvígang fyrir Þór/KA á fyrstu fimmtán mínútunum og Sandra María Jessen gerði þriðja markið eftir hálftíma.

Þróttur minnkaði muninn á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar Angela Mary Helgadóttir varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark en Margrét Árnadóttir jók muninn á ný þegar hún skoraði eftir tæpan klukkutíma. Sandra María skoraði öðru sinni á 60. mín. og bætti þriðja marki sínu við á 81. mín. Staðan þá orðin 6:1 en Freyja Karín Þorvarðarsdóttir lagaði stöðuna fyrir gestina tveimur mín síðar.

Þór/KA er með 9 stig í efsta sæti, FH og Víkingur hafa 6 stig, Stjarnan 4, Þróttur 1 og ÍBV er neðst án stiga. Öll liðin eiga þrjá leiki að baki.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.

Bríet Jóhannsdóttir, til hægri, gerði tvö fyrstu mörk Þórs/KA gegn Þrótti í dag.