Fara í efni
Fréttir

Samvinnuverkefnið Akureyri – næsta borg

Starfs­hóp­ur sem innviðaráðherra skipaði til að móta borg­ar­stefnu hefur lagt til að Ak­ur­eyri verði næsta borg á Íslandi og „sem íbúi á Akureyri og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis fagna ég tillögunum sem þar koma fram,“ segir Ingibjörg Isaksen í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Samhliða vinnu við mótun Akureyrar sem svæðisborgar þarf áhrifasvæðið að þróast í takt sem mun skila sér í öflugra og stærra atvinnu-, búsetu- og þjónustusvæðis. Í dag er mikið um að íbúar í sveitarfélögum utan Akureyrar sæki atvinnu eða aðra þjónustu til Akureyrar og hefur sá fjöldi vaxið mikið á síðustu árum,“ segir Ingibjörg meðal annars.

„Við þurfum áfram að vinna ötulum höndum að eflingu og stækkun áhrifasvæðisins í góðri samvinnu milli ríkis, Akureyris og nærliggjandi sveitarfélaga. Því þetta er jú sannkallað samvinnuverkefni.“

Smellið hér til að lesa grein Ingibjargar