Fara í efni
Fréttir

Samúðarkveðja til allra sem eiga um sárt að binda

Gamla kirkjan á Blönduósi. Ljósmynd: Hörður Geirsson.

Bæjarstjórn Akureyrar sendi í dag samúðarkveðjur til allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir harmleik á Blönduósi í gærmorgun þegar kona var skotin til bana og eiginmaður hennar særður alvarlega. Árásarmaðurinn er einnig látinn.

Svohljóðandi tilkynning birtist á vef Akureyrarbæjar í dag:

„Bæjarstjórn Akureyrar sendir samúðarkveðjur til allra þeirra sem eiga um sárt að binda eftir þá voveiflegu atburði sem áttu sér stað á Blönduósi í gærmorgun.

Engin orð fá lýst sorg okkar og vanmætti gagnvart svo skelfilegum atburði. Við erum öll harmi slegin en við erum jafnframt ein stór fjölskylda og stöndum þétt við bakið á því fólki sem á nú um sárt að binda í skugga þessa harmleiks. Við hugsum með hluttekningu og hlýhug til vina okkar á Blönduósi og óskum þess af heilum hug og hjarta að allar góðar vættir verði þeim til hughreystingar og blessunar, styrki og styðji á erfiðum tímum.“