Fara í efni
Fréttir

Samtök um varðveislu menningarminja og sögu

Samtök um varðveislu menningarminja og sögu

Samtökin Arfur Akureyrarbæjar verða stofnuð á 160 ára afmæli bæjarins næsta mánudag, 29. ágúst. Stofnundurinn verður haldinn í Minjasafninu á Akureyri að Aðalstræti 58 og hefst klukkan 20.00. Þangað eru allir velkomnir.

Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins mun ávarpa fundinn og Hjörleifur Stefánsson arkitekt flytur erindi en undanfarna áratugi hefur starf hans að stórum hluta tengst varðveislu menningarminja.

Markmið samtakanna Arfur Akureyrarbæjar eru:

  • Að standa vörð um menningarminjar í Akureyrarbæ.
  • Að vekja og viðhalda áhuga á gildi menningarminja.
  • Að auka skilning á þeim verðmætum sem menningarminjar búa yfir fyrir nútíð og framtíð.
  • Að standa vörð um varðveislu þess arfs svo hann megi um framtíð verða hluti af bæjarlandslagi okkar og menningu.
  • Að vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í húsvernd og uppbyggingu á sögulegum forsendum fyrir lífsgæði og fjölbreytileika.
  • Að aðstoða bæjaryfirvöld við varðveislu menningarminja.

Arfur Akureyrarbæjar á Facebook